Erlent

Uppreisnarleiðtogi FARC drepinn í Kólumbíu

Raul Reyes í fjalllendi Kólumbíu.
Raul Reyes í fjalllendi Kólumbíu. MYND/AFP

Raul Reyes helsti leiðtogi hinna vinstrisinnuðu skæruliða FARC í Kólumbíu lést í bardaga samkvæmt heimildum fjölmiðla. Reyes féll í eldflaugaárás kólumbíska hersins á bæinn Tetey í suðurhluta landsins. Bærinn er nálægt landamærun Ekvador. Nokkrir uppreisnarmenn til viðbótar létust í árásinni samkvæmt heimildum þarlendra fjölmiðla.

Alvaro Uribe forseti Kólumbíu hefur fengið milljarða bandaríkjadala í fjárstuðning frá yfirvöldum í Bandaríkjunum til að berjast við uppreisnarmennina. Litið er á FARC sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum og Evrópu.

Þrátt fyrir að nokkrir fangar hafi fengið frelsi frá uppreisnarmönnunum er fjöldi manns enn í gíslingu þeirra. Þar á meðal er Ingrid Betancourt fransk-kólumbíski stjórnmálamaðurinn sem bauð sig fram til forseta í Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×