Nektarsenur í Svörtum englum erfiðar 22. september 2008 15:49 Vísir hafði samband við Davíð Guðbrandsson leikara sem fer með hlutverk Árna í sjónvarpsþáttaröðinni Svartir englar sem hóf göngu sína í Sjónvarpinu í gær. „Ég ligg bara í flensu en annars hef ég það ágætt fyrir utan að það er leiðinlegt að liggja heima. Þetta gæti verið spennufall vegna þáttanna eða þessi blessaða haustbaktería," svarar Davíð aðspurður hvernig hann hefur það. Hvernig upplifðir þú að leika í Svörtum englum? „Mér fannst þetta mjög gaman. Ég veit ekki hvort það er klisja eða klassík að segja hvað það er gaman að fara úr leikhúsinu fyrir framan kameruna. Þar myndast öðruvísi nálægð við áhorfendur eða öðruvísi galdur í augnablikinu. Mín upplifun þegar leikstjórinn öskrar action þá er mikil krafa um að allt takist. Það er skrýtið að ganga frá þessu og vita að verkið er tilbúið og sýningar hafnar. Allt annað en í leikhúsinu því ef maður er lélegur á föstudegi og sér hvað maður gerði vitlaust þá leggur maður sig fram við að laga það á laugardegi." Var ekkert mál að leika í nektarsenunni? „Jú það er að sjálfsögðu mál. Ímyndaðu þér að fara úr fötunum með manni sem þú ert búin að þekkja í klukkutíma með 10 manns í herberginu. Við þannig aðstæður fara allar BA gráður út um gluggann og maður verður bara lítill feiminn strákur úr Keflavík. Eina sem hægt er að gera er að sleppa tökunum þegar það þarf að taka upp senuna," svarar Davíð. Mega áhorfendur eiga von á fleiri nektarsenum í þáttunum? „Það eru einhverjir berir kroppar í komandi þáttum en það verður að koma í ljós." Ertu búinn að fá þér umboðsmann? „Nei ertu með einhverja tillögu?" spyr Davíð að lokum. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira
Vísir hafði samband við Davíð Guðbrandsson leikara sem fer með hlutverk Árna í sjónvarpsþáttaröðinni Svartir englar sem hóf göngu sína í Sjónvarpinu í gær. „Ég ligg bara í flensu en annars hef ég það ágætt fyrir utan að það er leiðinlegt að liggja heima. Þetta gæti verið spennufall vegna þáttanna eða þessi blessaða haustbaktería," svarar Davíð aðspurður hvernig hann hefur það. Hvernig upplifðir þú að leika í Svörtum englum? „Mér fannst þetta mjög gaman. Ég veit ekki hvort það er klisja eða klassík að segja hvað það er gaman að fara úr leikhúsinu fyrir framan kameruna. Þar myndast öðruvísi nálægð við áhorfendur eða öðruvísi galdur í augnablikinu. Mín upplifun þegar leikstjórinn öskrar action þá er mikil krafa um að allt takist. Það er skrýtið að ganga frá þessu og vita að verkið er tilbúið og sýningar hafnar. Allt annað en í leikhúsinu því ef maður er lélegur á föstudegi og sér hvað maður gerði vitlaust þá leggur maður sig fram við að laga það á laugardegi." Var ekkert mál að leika í nektarsenunni? „Jú það er að sjálfsögðu mál. Ímyndaðu þér að fara úr fötunum með manni sem þú ert búin að þekkja í klukkutíma með 10 manns í herberginu. Við þannig aðstæður fara allar BA gráður út um gluggann og maður verður bara lítill feiminn strákur úr Keflavík. Eina sem hægt er að gera er að sleppa tökunum þegar það þarf að taka upp senuna," svarar Davíð. Mega áhorfendur eiga von á fleiri nektarsenum í þáttunum? „Það eru einhverjir berir kroppar í komandi þáttum en það verður að koma í ljós." Ertu búinn að fá þér umboðsmann? „Nei ertu með einhverja tillögu?" spyr Davíð að lokum.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira