Enski boltinn

West Ham til viðræðna við Zola

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianfranco Zola verður væntanlega næsti knattspyrnustjóri West Ham.
Gianfranco Zola verður væntanlega næsti knattspyrnustjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images

West Ham hefur ákveðið að ganga til viðræðna við Gianfranco Zola eftir því sem heimildir Vísis herma.

Stjórn félagsins fundaði í gær og ákvað að fela Scott Duxbury, framkvæmdarstjóra félagsins, að ganga til viðræðna við Zola með það fyrir augum að bjóða honum starf knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Sömu heimildir herma að ef þær viðræður gangi ekki eftir verði næst leitað til annað hvort annars Ítala, Roberto Donadoni, eða þá Skotann John Collins.

Zola er annar aðalþjálfara ítalska U-21 landsliðsins sem á leik í kvöld. Það verði því engir samningar undirritaðir í dag heldur í fyrsta lagi á morgun. Ef allt gengur að óskum verður hann kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri liðsins á fimmtudaginn.

West Ham er í eigu Björgólfs Guðmundssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×