Erlent

Al Fayed sakaður um ósæmilega hegðun gagnvart 15 ára stúlku

Mohamed al Fayed, eigandi Harrods-verslunarinnar í Lundúnum, hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna ásakana um ósæmilega hegðun gagnvart 15 ára stúlku. Al Fayed kom sjálfur til skýrslutöku í morgun að viðstöddum lögfræðingi.

Sky-fréttastofan segir að hann hafi verið frjáls ferða sinna eftir yfirheyrslurnar en að rannsókn málsins haldi áfram. Ekki kemur fram hvað al Fayed á að hafa gert en umrætt atvik átti sér stað í maí.

Breska blaðið Daily Mail gengur lengra og segir málið snúast um kynferðisbrot gegn stúlkunni í Harrods. Stúlkan hafi hitt al Fayed í verslunarferð í búðinni og hann beðið um símanúmer hennar. Þau munu svo hafa hist síðar þar sem al Fayed á að hafa leitað á hana og kysst hana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×