Lífið

Söfnuðu 35 milljónum fyrir Krabbameinsfélagið

Svanhildur Hólm Valsdóttir var ein stjórnenda þáttarins Á allra vörum.
Svanhildur Hólm Valsdóttir var ein stjórnenda þáttarins Á allra vörum.

Röskar þrjátíu og fimm milljónir króna söfnuðust til styrkar Krabbameinsfélagi Íslands í söfnunarþættinum Á allra vörum á Skjáeinum í gærkvöldi. Þátturinn hófst klukkan níu og stóð í tæpa þrjá tíma. Allir sem störfuðu við útsendinguna gáfu vinnu sína.

Fénu er ætlað að styrkja kaup Krabbameinsfélagsins á nýjum stafrænum röntgenbúnaði sem greinir brjóstakrabbamein betur en áður var hægt. Söfnuninni er ekki lokið og enn er hægt að leggja inn á reikning átaksins. Bankaupplýsingar er að finna á heimasíðu átaksins, áallravörum.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.