Fótbolti

Löw í eins leiks bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands.
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands. Nordic Photos / AFP

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, verður í leikbanni er hans menn mæta Portúgal í fjórðungsúrslitum EM 2008.

Löw var ásamt Joseph Hickersberger, landsliðsþjálfara austurríska liðsins, vikið af velli er liðin áttust við í lokaumferð riðlakeppninnar. Þýskaland vann leikinn, 1-0, og tryggði sér þar með sæti í fjórðungsúrslitunum.

Hickersberger var einnig dæmdur í bann en Austurríki er þegar dottið úr leik í keppninni.

Löw er því bannað að eiga samskipti við liðið eftir að það kemur á leikvanginn á fimmtudaginn þar til leiknum er lokið. Aðstoðarmaður hans, Hansi Flick, mun stýra liðinu á meðan leiknum stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×