Enski boltinn

Ronaldo gæti spilað í vikunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldo kyssir Gullskóinn í gær.
Ronaldo kyssir Gullskóinn í gær. Nordic Photos / AFP

Svo gæti farið að Cristiano Ronaldo spili með Manchester United gegn Villarreal í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Hann gekkst undir aðgerð á ökkla í júlí síðastliðnum og var fyrst talið að hann yrði frá fram í október. Svo kom í ljós að hann stefndi á að spila aftur með United þann 27. september. En nú hefur endurkomu hans aftur verið flýtt.

„Honum hefur gengið vel og er að taka hröð skref í átt að því að verða klár í slaginn á nýjan leik," sagði Alex Ferguson, stjóri United.

„Hann er byrjaður að æfa með aðalliðinu og hefur stefnt að því að koma inn á sem varamaður gegn Chelsea þann 21. september," bætti hann við.

Michael Carrick verður þó ekki með gegn Villarreal í vikunni þar sem hann meiddist á ökkla í leiknum gegn Liverpool í gær. Hann verður væntanlega ekki heldur með gegn Chelsea.

Ronaldo fékk í gær afhentan Gullskóinn fyrir að vera markahæsti leikmaður Evrópu á síðasta keppnistímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×