Lífið

Spiluðu á 24 tónleikum á 24 stöðum á 24 tímum

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Enn eiturhressir og með nóg af krafti á sínum 24 tónleikum á einum sólarhring.
Enn eiturhressir og með nóg af krafti á sínum 24 tónleikum á einum sólarhring. MYND/Steinþór Helgi

Íslandsvinirnir í færeysku hljómsveitinni Boys in a Band buðu upp á heldur óvenjulega útgáfutónleika á sínum heimaslóðum fyrir stuttu síðan.

Hljómsveitin var að fagna útkomu fyrstu breiðskífu sinnar, Black Diamond Train, og ákvað að spila á 24 tónleikum á 24 mismunandi stöðum, vítt og breitt um Færeyjar, á aðeins 24 tímum.

Herlegheitin hófust í höfuðstaðnum, Þórshöfn, og enduðu loks í Götu á hinni geðþekku tónlistarhátíð G! Festival. Nær allir tónleikar sveitarinnar voru reyndar órafmagnaðir en afrek þeirra verður engu að síður að teljast nær ómannlegt.

Sveitin ferðaðist milli stærstu eyja Færeyja og fékk til þess til dæmis hjálp þyrlu og hraðbáta. Þrátt fyrir þessa miklu dagskrá drengjanna báru þeir sig ótrúlega vel og á síðustu tónleikunum settu þeir allt í botn.

Boys in Band spilar næst hér á Íslandi en hún mun koma fram á þrennum tónleikum hérlendis um verslunarmannahelgina; á Innipúkanum á Nasa, á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og á Dillon í Reykjavík.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.