Lífið

Hera ætlar að túra á Íslandi í sumar

Hera Hjartardóttir elskar súrmjólk, flatkökur og kavíar í túbu.
Hera Hjartardóttir elskar súrmjólk, flatkökur og kavíar í túbu.

„Það er æðislegt að vera komin heim og hitta alla aftur og líka að koma úr vetri í sumar," segir Hera Hjartardóttir söngkona en hún er nýkomin til Íslands frá Nýja Sjálandi og ætlar að túra um landið með gítarinn sinn.

„Ég fékk mér kavíar í túbu á flatkökur en mér finnst það æðislegt og skyr náttúrulega, bragðaref og súrmjólk. Mér finnst hún voða góð ein og sér," segir hún aðspurð hvað hún fékk sér þegar hún lenti.

„Ég ætla að slappa af og eyða tíma með fjölskyldunni og hitta allt nýja fólkið sem hefur orðið til á meðan ég var í burtu. Það eru 2 ár síðan ég var síðast á landinu. Ég var að spila á Glastonbury tónlistarhátíðinni og það var alveg geggjað. Ég spilaði þar í annað skiptið, var þar síðast 2005 og svo var ég beðin að koma aftur á næsta ári."

Palli Promo sér um að bóka söngkonuna.

„Ég er að fara að túra og ætla að taka 15 til 20 tónleika í kringum landið. Ég fer í gang eftir sirka 2 vikur og svo er ég með nýja live plötu með frumsamið efni. Þetta er allt að komast á hreint núna en platan er ekki komin út á Íslandi ennþá. Ég var að lenda í fyrradag."

Hera mun blogga um túrplanið á nýuppgerðri heimasíðu www.herasings.com.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.