Fótbolti

Mellberg ætlar ekki að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Olof Mellberg, leikmaður sænska landsliðsins.
Olof Mellberg, leikmaður sænska landsliðsins. Nordic Photos / AFP

Olof Mellberg segir að hann ætli sér að halda áfram að spila með sænska landsliðinu en liðið féll úr leik á EM 2008 í gær.

Henrik Larsson sagði einnig eftir leikinn að hann ætlaði að halda áfram með landsliðinu og Mellberg, sem er þrítugur, tók í sama streng.

„Það er alltaf erfitt þegar liðið fellur úr leik á stórmóti en mér finnst það alltaf mikill heiður að fá að spila fyrir hönd minnar þjóðar," sagði Mellberg.

„Maður vill borga aftur allt það sem þjóðin hefur gefið manni. Ef landsliðsþjálfarinn velur mig mun ég gefa allt mitt."

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Svía, hefur einnig sagt að hann vilji halda áfram sem landsliðsþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×