Innlent

Fylgi framsóknarflokksins minnkar

Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins
Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vilja 8 prósent þjóðarinnar kjósa aðra flokka en þá sem buðu fram í síðustu alþingiskosningum. Fylgi framsóknarflokksins minnkar mikið og mælist nú 4,9%

Það er fyrirtækið markaðs og miðlarannsóknir sem gerði könnunina en svarendur voru tæplega 2500.

Spurt var: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú líklegast kjósa?

30 prósent sögðust ætla að kjósa Vinstri græna, 27 prósent, samfylkinguna og 26 prósent Sjálfstæðisflokk. Þetta er svipað fylgi og flokkarnir fengu í sambærirlæegri könnun í síðasta mánuði. Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur breyst mest af þessum þremur flokkum en það dalaði um 2 prósent.

Aðeins tæp 4,9 prósent sögðust ætla að kjósa Framókn, 3 prósent frjálslynda og 1,6 prósent Íslandshreyfinguna. Fylgi Framsóknar hefur dalað mikið eða um 4% á einum mánuði.

Athygli vekur að tæplega 8 prósent aðspurðra sögðust vilja kljósa aðra flokka en þá sem buðu fram í síðustu alþingiskosningum og þá sögðust 23 prósen aðspurðrat óákveðnir.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,5 prósent. 65,5 % prósent segjast ekki styðja við hana. Samkvæmt könnuninni hefur fylgið við ríkisstjórnina því fallið um 10 prósent á einum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×