Árásum Ísraela víða mótmælt 28. desember 2008 15:30 Mikil reiðialda fer um hinn arabíska heim vegna fordæmalausra loftárása Ísraelshers á Gaza í gær og í dag. Árásunum hefur meðal annars verið mótmælt í Líbanon, Egyptalandi og á Vesturbakkanum í Palestínu í dag.Hundruðir manna komu saman á Vesturbakkanum og mótmæltu aðgerðum Ísraela en þær hafa kostað hátt í 300 Palestínumenn lífið og rúmlega 700 hafa særst. Í gær féll Ísraeli og fjórir særðust þegar flugskeyti frá Gaza-svæðinu hæfði hús í Ísrael.Í Beirút, höfuðborg Líbanons, þurfti lögregla að beita táragasi gegn mótmælendum fyrir utan sendiráð Egypta. Fjölmargir mótmælendur og nokkrir lögreglumenn eru meiddir eftir átökin. Gagnrýni mótmælenda undanfarin sólarhring hefur meðal annars beinst að Egyptum og utanríkisráðherra landsins sem fundaði með utanríkisráðherra Ísraels fyrir fáeinum dögum. Egyptar eru sagðir ekki hafa brugðist nægjanlega hratt við og koma hjálpargögnum á Gaza-ströndina.Markmiðið er að lama stjórn Hamas á GazaMeginmarkmið loftárása Ísraelsmanna er að eyðileggja lögreglustöðvar, æfingabúðir og stjórnsýslubyggingar stjórnar Hamas á Gaza-svæðinu, en einnig að fella eins marga liðsmenn samtakanna og hægt er. Ráðist var á tugi skotmarka í gær og það sem af er degi hafa á fjórða tug sprengjuárásir verið gerðar.Hert verði á árásum á ÍsraelMammoud Abbas, forseti Palestínumanna á Vesturbakkanum, segir að forystumenn Hamas hefðu getað komið í veg fyrir árásirnar, með því að framlengja vopnahlé sem staðið hafði í sex mánuði. Hann hafi hvatt forystu Hamas eindregið til að gera það og leita friðsamlegra lausna.Amadinadjad, forseti Írans fordæmir loftárásir Ísraela og segir þær glæpsamlegar og boðar að Íranir muni standa þétt á bakvið Palestínumenn. Leiðtogi Hamas, sem er í útlegð í Sýrlandi, hvatti liðsmenn sína til að herða á eldflaugaárásum á Ísrael í gær, Tengdar fréttir Tímabundin herkvaðning í Ísrael Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í morgun tímabundna herkvaðningu þúsunda varahermanna vegna árásanna á Gaza-ströndinni. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að aðgerðir Ísraela geti tekið einhverja daga. Markmiðið sé að eyðileggja grunstoðir Hamas-samtakanna. 28. desember 2008 11:24 Árásir Ísraela halda áfram - 270 látnir Ísraelsher hélt áfram að varpa sprengjum á Gaza í morgun og nú hafa um 270 manns fallið og yfir sex hundruð særst frá því árásirnar hófust í gærdag. 28. desember 2008 10:11 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Mikil reiðialda fer um hinn arabíska heim vegna fordæmalausra loftárása Ísraelshers á Gaza í gær og í dag. Árásunum hefur meðal annars verið mótmælt í Líbanon, Egyptalandi og á Vesturbakkanum í Palestínu í dag.Hundruðir manna komu saman á Vesturbakkanum og mótmæltu aðgerðum Ísraela en þær hafa kostað hátt í 300 Palestínumenn lífið og rúmlega 700 hafa særst. Í gær féll Ísraeli og fjórir særðust þegar flugskeyti frá Gaza-svæðinu hæfði hús í Ísrael.Í Beirút, höfuðborg Líbanons, þurfti lögregla að beita táragasi gegn mótmælendum fyrir utan sendiráð Egypta. Fjölmargir mótmælendur og nokkrir lögreglumenn eru meiddir eftir átökin. Gagnrýni mótmælenda undanfarin sólarhring hefur meðal annars beinst að Egyptum og utanríkisráðherra landsins sem fundaði með utanríkisráðherra Ísraels fyrir fáeinum dögum. Egyptar eru sagðir ekki hafa brugðist nægjanlega hratt við og koma hjálpargögnum á Gaza-ströndina.Markmiðið er að lama stjórn Hamas á GazaMeginmarkmið loftárása Ísraelsmanna er að eyðileggja lögreglustöðvar, æfingabúðir og stjórnsýslubyggingar stjórnar Hamas á Gaza-svæðinu, en einnig að fella eins marga liðsmenn samtakanna og hægt er. Ráðist var á tugi skotmarka í gær og það sem af er degi hafa á fjórða tug sprengjuárásir verið gerðar.Hert verði á árásum á ÍsraelMammoud Abbas, forseti Palestínumanna á Vesturbakkanum, segir að forystumenn Hamas hefðu getað komið í veg fyrir árásirnar, með því að framlengja vopnahlé sem staðið hafði í sex mánuði. Hann hafi hvatt forystu Hamas eindregið til að gera það og leita friðsamlegra lausna.Amadinadjad, forseti Írans fordæmir loftárásir Ísraela og segir þær glæpsamlegar og boðar að Íranir muni standa þétt á bakvið Palestínumenn. Leiðtogi Hamas, sem er í útlegð í Sýrlandi, hvatti liðsmenn sína til að herða á eldflaugaárásum á Ísrael í gær,
Tengdar fréttir Tímabundin herkvaðning í Ísrael Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í morgun tímabundna herkvaðningu þúsunda varahermanna vegna árásanna á Gaza-ströndinni. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að aðgerðir Ísraela geti tekið einhverja daga. Markmiðið sé að eyðileggja grunstoðir Hamas-samtakanna. 28. desember 2008 11:24 Árásir Ísraela halda áfram - 270 látnir Ísraelsher hélt áfram að varpa sprengjum á Gaza í morgun og nú hafa um 270 manns fallið og yfir sex hundruð særst frá því árásirnar hófust í gærdag. 28. desember 2008 10:11 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Tímabundin herkvaðning í Ísrael Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í morgun tímabundna herkvaðningu þúsunda varahermanna vegna árásanna á Gaza-ströndinni. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að aðgerðir Ísraela geti tekið einhverja daga. Markmiðið sé að eyðileggja grunstoðir Hamas-samtakanna. 28. desember 2008 11:24
Árásir Ísraela halda áfram - 270 látnir Ísraelsher hélt áfram að varpa sprengjum á Gaza í morgun og nú hafa um 270 manns fallið og yfir sex hundruð særst frá því árásirnar hófust í gærdag. 28. desember 2008 10:11