Lífið

Egill Helgason hugleiddi að halda brúðkaupið á nektarströnd

Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason mun giftast sinni heittelskuðu Sigurveigu á grísku eyjunni Folegandros í kvöld. Þessu greinir hann frá á bloggi sínu í dag.

Fulltrúar æðri máttarvalda verða víðs fjarri. Bæjarstjórinn á staðnum, sem heitir Lefteris, gefur parið saman. Eftir vígsluna fagna brúðhjón og gestir þeirra í blómagarði sem heitir Pounta, og njóta veitinga að grískum sið.

Egill segir á bloggi sínu að mesta spennan kringum athöfnina hafi verið hvort föt sem hann hafi pantað sér fyrir brúðkaupið bærust í tæka tíð. Seint í gærkvöldi birtust þau svo - með síðasta skipinu sem kom til eyjarinnar fyrir brúðkaupið. Egill hefði þó ekki dáið ráðalaus hefði fötin vantað. Hann segist hafa hugleitt að breyta til og halda brúðkaupið í lítilli nektarströnd í nágrenninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.