Lífið

Einleikshátíð hafin á Ísafirði

Einleikshátíðin Act Alone verður sett í fimmta sinn á Ísafirði í dag. Frítt er inn á hátíðina, sem skartar tuttugu og fimm sýningum, sem raunar falla ekki allar undir þá skilgreiningu að vera einleikur.

„Í fyrra sýndum við einn tvíleik, en nú eru þeir tveir," segir Elfar Logi Hannesson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Hann segir að sé raunar orðin allsherjar listahátíð, en auk hefbundinna einleikja verði bæði dansverk og útvarpsleikrit á hátíðinni.

Þjár erlendar sýningar verða á hátíðinni, frá Tékklandi, Rússlandi og Búlgaríu. Hún er að þessu sinni tileinkuð aldarminningu Steins Steinarrs, sem Elfar segir án efa vera merkasta ljóðskáld Vestfirðinga.

Elfar segir fólk streyma í bæinn, en enn séu laus nokkur sæti hjá flugfélaginu og herbergi á hótelinu. Fari svo að hótelið fyllist verði bara fundið út úr því, „Það er nóg af rúmum hérna," segir Elvar. Eins og gestir tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður vita eru heimamenn gestrisnir með eindæmum, og hafa margir opnað heimili sín fyrir húsnæðislausum aðkomumönnum.

Dagskrá hátíðarinnar má sjá á heimasíðu hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.