Lífið

Úrslitin ráðin í American Idol

David Cook 25 ára rokkari frá Missouri sigraði 17 ára David Archuleta frá Utah í bandarísku Idol-stjörnuleit sem fram fór í Los Angeles í nótt.

Aldrei í sögu bandaríska Idolsins hefur keppnin verið eins tvísýn og í ár. David Cook hlaut 56% af innsendum símaaatkvæðum en þættinum bárust hvorki meira né minna en 97.5 milljón símaatkvæði.

 

Cook var mun afslappaðri í keppninni á meðan Archuleta var frekar taugaveiklaður þegar hann söng fyrir fjöldann og átti erfitt með að koma upp orði.

Sigurvegarinn söng við mikinn fögnuð viðstaddra sigurlagið "The Time Of My Life" eftir að úrslitin voru kynnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.