Lífið

Sandra Bullock slapp ómeidd úr hörðum árekstri

Sandra var heppin að sleppa ómeidd.
Sandra var heppin að sleppa ómeidd.

Kvikmyndaleikkonan Sandra Bullock og eiginmaður hennar, mótorhjólatöffarinn Jesse James, sluppu ómeidd úr hörðum árekstri í gærkvöldi. Hjónakornin voru að snúa heim af tökustað kvikmyndar sem Bullock leikur í þegar Subaru bíll fór yfir á vitlausan vegarhelming og keyrði á fullri ferð framan á jeppann sem parið var í.

Konan sem keyrði hinn bílinn slapp einnig ómeidd úr árekstrinum en hún var ofurölvi, eftir því sem lögregla í Gloucester sýslu í Massachusetts segir. Hún var látin blása og í ljós kom að áfengismagn í blóði hennar var mörgum prómillum yfir leyfilegt magn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.