Vilja aðildarviðræður við ESB strax 25. október 2008 22:36 Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi segir að hefja þurfi strax aðildarviðræður við ESB í ljósi efnahagsástandsins. Í yfirlýsingu krefst kjördæmisráðið uppgjörs við efnahags- og peningamálastefnu undanfarinna áratuga. ,,Nú þarf breytingar til batnaðar með ábyrgð, jöfnuð og velferð almennings að markmiði. Taumlaus frjálshyggja og markaðshyggja hefur dregið þjóðina í skuldafen og við því þarf að bregðast. Alþingi verður að láta vinna vandaða rannsókn á því hvað brást, hvaða lærdóm megi draga og hvernig nýtt regluverk fyrir fjármálalífið á að vera. Leita skal til aðila og einstaklinga, sem eru óháðir tengslaneti íslensks atvinnulífs og stjórnmála. Rannsaka skal lögmæti viðskipta og ákvarðana í aðdraganda hrunsins í bönkunum á síðustu mánuðum og þeir sóttir til saka sem kunna að vera sekir," segir í yfirlýsingunni. Þá segja Samfylkingarmenn í Norðvesturkjördæmi að forsendur stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar séu gjörbreyttar og og tími umþóttunar um aðildarviðræður við ESB sé liðinn, þær viðræður þurfi stjórnvöld að hefja strax. ,,Ísland hefur leitað aðstoðar alþjóðasamfélagsins en það þarf líka að gera róttækar breytingar á stjórn efnahagsmála, bæði á hinum pólitíska vettvangi og innan stjórnkerfisins, með uppstokkun embætta og stórefldu eftirliti í viðskiptalífinu. Stjórn Seðlabanka Íslands verður að víkja og við endurmönnun bankastjórna verður að fara að lögum um jafnrétti kynjanna. Jafnframt skal leggja áherslu á að kjör yfirstjórnenda verði endurskoðuð og þeim stillt í hóf," segir í yfirlýsingu kjördæmisráðsins. Enn fremur að ríkisstjórnin verði að gæta hagsmuna íslensks almennings og krefjast þess að bresk stjórnvöld láti þegar af hermdaraðgerðum sínum og standi við gagnkvæmar skuldbindingar við Ísland sem NATO-ríki. Þá hrósar kjrödæmisráðið ráðherrum Samfylkingarinnar fyrir að hafa staðið vaktina fyrir íslenskan almenning af æðruleysi, dugnaði og hæfni. ,,Samfylkingin, með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi, á að leiða endurreisn íslensks efnahagslífs," segir einnig í yfirlýsingunni. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi segir að hefja þurfi strax aðildarviðræður við ESB í ljósi efnahagsástandsins. Í yfirlýsingu krefst kjördæmisráðið uppgjörs við efnahags- og peningamálastefnu undanfarinna áratuga. ,,Nú þarf breytingar til batnaðar með ábyrgð, jöfnuð og velferð almennings að markmiði. Taumlaus frjálshyggja og markaðshyggja hefur dregið þjóðina í skuldafen og við því þarf að bregðast. Alþingi verður að láta vinna vandaða rannsókn á því hvað brást, hvaða lærdóm megi draga og hvernig nýtt regluverk fyrir fjármálalífið á að vera. Leita skal til aðila og einstaklinga, sem eru óháðir tengslaneti íslensks atvinnulífs og stjórnmála. Rannsaka skal lögmæti viðskipta og ákvarðana í aðdraganda hrunsins í bönkunum á síðustu mánuðum og þeir sóttir til saka sem kunna að vera sekir," segir í yfirlýsingunni. Þá segja Samfylkingarmenn í Norðvesturkjördæmi að forsendur stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar séu gjörbreyttar og og tími umþóttunar um aðildarviðræður við ESB sé liðinn, þær viðræður þurfi stjórnvöld að hefja strax. ,,Ísland hefur leitað aðstoðar alþjóðasamfélagsins en það þarf líka að gera róttækar breytingar á stjórn efnahagsmála, bæði á hinum pólitíska vettvangi og innan stjórnkerfisins, með uppstokkun embætta og stórefldu eftirliti í viðskiptalífinu. Stjórn Seðlabanka Íslands verður að víkja og við endurmönnun bankastjórna verður að fara að lögum um jafnrétti kynjanna. Jafnframt skal leggja áherslu á að kjör yfirstjórnenda verði endurskoðuð og þeim stillt í hóf," segir í yfirlýsingu kjördæmisráðsins. Enn fremur að ríkisstjórnin verði að gæta hagsmuna íslensks almennings og krefjast þess að bresk stjórnvöld láti þegar af hermdaraðgerðum sínum og standi við gagnkvæmar skuldbindingar við Ísland sem NATO-ríki. Þá hrósar kjrödæmisráðið ráðherrum Samfylkingarinnar fyrir að hafa staðið vaktina fyrir íslenskan almenning af æðruleysi, dugnaði og hæfni. ,,Samfylkingin, með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi, á að leiða endurreisn íslensks efnahagslífs," segir einnig í yfirlýsingunni.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira