Lífið

Spiluð á háskólaútvarpsstöðvum í Ameríku

ellyarmanns skrifar
Védís Hervör vinnur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur sem yfirleiðbeinandi.
Védís Hervör vinnur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur sem yfirleiðbeinandi.

"Ég var að klára fyrsta árið mitt í mannfræði við Háskóla Íslands og er byrjuð að vinna hjá Vinnuskóla Reykjavíkur sem yfirleiðbeinandi fyrir skapandi starf og sé einnig um að setja upp Vinnuskólahátíðina í sumar," segir Védís Hervör Árnadóttir söngkona aðspurð um hvað hún ætlar að gera í sumar.

"Svo er ég að koma fram með hljómsveit minni á afmæli Hafnafjarðarbæjar 31. maí í Hafnafjarðarkirkju. Platan mín 'a beautiful life - recovery project' blómstrar á iTunes og víðar, og ég hef fengið frábærar viðtökur á háskólaútvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Svo ætla ég að vera dugleg að koma fram í sumar, ég er að semja mikið núna og lífið er ein allsherjar melodía."

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.