Erlent

Rice skammar Carter fyrir að hitta Hamas

MYND/Reuters
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi í dag Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa fundað með Hamas-samtökunum á Gasa.

Carter hefur verið á ferð um Miðausturlönd. Þar hefur hann fundað með ráðamönnum og einnig leiðtogum Hamas-samtakanna. Á föstudaginn fundaði hann með Khaled Mashaal, einum æðsta leiðtoga samtakanna, sem er í útlegð í Sýrlandi.

Á blaðamannafundi í Jerúsalem í gær sagði Carter að Hamas-liðar væru reiðubúnir að samþykkja það að Ísraelar mættu búa í sínu ríki við hlið Palestínumanna í friði eins og það var orðað. Samtökin ætluðu heldur ekki að andmæla stofnun Palestínuríkis á Vesturbakkanum og Gaza-ströndinni.

„Við réðum Carter forseta frá því að fara inn á þetta svæði og sérstaklega að ræða við Hamas," sagði Rice í dag og bætti því við að aðeins Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætti að koma að friðarviðræðum við Ísraela. Hamas-samtökin eru á lista Bandaríkjanna og Ísraels yfir hryðjuverkasamtök og það stefna þeirra að ræða ekki við þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×