Innlent

Síldinni mokað upp

MYND/Export-forum.com

Nokkur síldveiðiskip fengu fullfermi rétt utan við höfnina í Stykkishólmi í gær og eru nú á leið til löndunar á Austfjörðum eða í Vestmannaeyjum.

Nokkur skip, sem ekki náðu að fylla sig, eru nú á miðunum og bíða þess að birti og að síldin verði þá veiðanleg. Veiðarnar eru erfiðar á þessum slóðum þar sem mikið er um blindsker og sterka strauma, en þrátt fyrir það hafa veiðarnar gengið áfallalaust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×