Erlent

Umræða um bann við botnvörpuveiðum

Í nýjasta tölublaði Norrænna umhverfismála er rætt um hvort banna eigi botnvörpuveiðar sökum þess skaða sem þær valda á hafsbotninum. Fyrir utan skaðan á hafsbotninum er einnig bent á að botnvörpuveiðar eru orkufrekustu fiskveiðar sem stundaðar eru og verða því æ óhagkvæmari eftir því sem olíuverðið í heiminum fer hækkandi.

Vísindamaðurinn Jan Helge Fossá segir í grein í tímaritinu að það verði alltaf álitamál hvort banna eigi þessar veiðar eða ekki. Því sé þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði og hann leggur áherslu á að rannsóknir verði gerðar á því hvaða fiskveiðar skaði umhverfi sjávar og hafsbotninn sem minnst.

Þetta skipti Norðurlöndin öll miklu máli vegna þess að hér séu að finna stærstu svæði kaldsjávarkóralla í heiminum. Botnvörpur geti skaðað þessi svæði mikið auk annars tjóns sem hafsbotninn verður fyrir sökum þessara veiða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×