Innlent

Enn tíðindalaust úr Ráðhúsinu

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Hanna Birnir á leið úr Ráðhúsinu eftir sex tíma maraþonfund í dag.
Hanna Birnir á leið úr Ráðhúsinu eftir sex tíma maraþonfund í dag. Fréttablaðið/Valli

Þögnin ein hefur heyrst frá meirihlutanum í borgarstjórn í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Vísis við á ná í borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra.

Ólafur fór yfir sín mál á skrifstofu sinni í Ráðhúsinu fram eftir kvöldi, m.a. með Jakobi Frímanni Magnússyni, miðborgarstjóra, en um næstu skref hans er enn allt á huldu.

Ekki er vitað hvar sjálfstæðismenn funduðu en samkvæmt heimildum Vísis funduðu borgarfulltrúar flokksins stíft saman í kvöld. Líklegra þykir en ekki að flokkurinn slíti samstarfinu við Ólaf og leiti til Framsóknarflokksins um myndun nýs borgarmeirihluta.

Sögusagnir voru uppi um að samstarfinu yrði slitið strax í kvöld en af því varð ekki.

Óskar Bergsson, eini borgarfulltrúi Framsóknar, neitar alfarið fyrir að óformlegar eða formlegar viðræður hafi átt sér stað milli hans og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×