Lífið

Ryan Philippe og nýja kærastan

Ryan Philippe og Abbie Cornish. MYND/Getty
Ryan Philippe og Abbie Cornish. MYND/Getty

Leikarinn Ryan Phillippe hefur tekið sér tvo heila mánuði til að ná áttum eftir skilnaðinn við leikkonuna Reese Witherspoon.

Philippe og leikkonan Abbie Cornish sem leikur á móti honum í kvikmyndinni Stop-Loss sáust gæla við hvort annað á áströlsku kvikmyndahátíðinni Film Breakthrough Awards þar sem Cornish hlaut verðlaun fyrir leik sinn í fyrrnefndri mynd.

Nýverið viðurkenndi Philippe opinberlega að þegar hann sér myndir af fyrrverandi konu sinni og nýja kærastanum hennar, leikaranum Jake Gyllenhaal, fylltist hjarta hans alls ekki jákvæðum straumum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.