Enski boltinn

Degen er tvírifbeinsbrotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Philipp Degen, leikmaður Liverpool.
Philipp Degen, leikmaður Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Varnarmaður Liverpool, Philipp Degen, tvírifbeinsbrotnaði í leik liðsins gegn Crewe í ensku deildarbikarkeppninni í gær.

Degen þurfti að fara af velli á 73. mínútu eftir að hafa fengið þungt högg og kom Jamie Carragher inn á í hans stað.

Þetta var hans fyrsti leikur með Liverpool síðan hann kom til félagsins frá Borussia Dortmund í fyrra en Degen er frá Sviss.

Hann er 25 ára gamall og ætlaði sér að vinna sér fljótlega sæti í byrjunarliðinu en nú verður einhver bið á því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×