Fótbolti

Ribery meiddur á ökkla og hné

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franck Ribery er meiddur bæði á hné og ökkla.
Franck Ribery er meiddur bæði á hné og ökkla. Nordic Photos / AFP

Franck Ribery er meiddur á bæði ökkla og hné eftir að hafa lent í samstuði við Gianluca Zambrotta í leik Frakklands og Ítalíu á EM 2008 í gær.

„Hann er með mjög slæma tognun á ökkla," sagði Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakklands, á blaðamannafundi í dag. „Við erum ekki hversu alvarleg hnémeiðslin eru en hann þarf að fara í frekari rannsóknir á hnénu."

„Hann gengur um á hækjum og getur ekki stigið til jarðar," bætti hann við.

Frakkland er þó úr leik á EM eftir að hafa tapað fyrir Ítölum í gær, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×