Innlent

Borgarstjóri hefur fundarherferð með borgarbúum

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon borgarstjóri. MYND/Anton

Fundarherferð Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra, með íbúum Reykjavíkur hófst í gær. Þá fundaði borgarstjóri með íbúum í Árbæ, Grafarvogi og Breiðholti en herferðin er liður í verkefninu 1,2 og Reykavík.

Borgarbúum hefur að undanförnu gefist kostur á að senda inn ábendingar um úrbætur í sínum hverfum inn á heimasíðu verkefnisins.

Fram kom á fundi borgarstjóra með íbúum Breiðholts í gær að nú þegar hafi mörg hundruð manns sent inn ábendingar en flestar þeirra snúa að umferðaröryggi og hreinsunarstörfum.

Um næstu helgi fundar borgarstjóri svo með íbúum vesturbæjar, Háaleitishverfis og Grafarholts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×