Innlent

Sjálfstæðismenn á Akranesi deila um Davíð og ESB

Sjálfstæðismenn á Akranesi eru ekki sammála hvert skuli stefna.
Sjálfstæðismenn á Akranesi eru ekki sammála hvert skuli stefna. MYND/HKr

Stjórn Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi, lýsir vanþóknun sinni á einstaklega ósanngjarnri aðför sem undanfarnar vikur hefur verið gerð að bankastjórn Seðlabanka Íslands og þá sérstaklega einum af bankastjórum hans. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu.

Þá bendir stjórn félagsins einnig á að kapp sé best með forsjá í tengslum við hugsanlegar aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið. Svo virðist sem töluverður ágreiningur sé um þessi mál hjá sjálfstæðismönnum á Akranesi því í síðustu viku sendi stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi frá sér ályktun þar sem sagt var óhjákvæmilegt að stjórnendur Seðlabankans vikju. Þá vildi stjórnin einnig strax leita eftir aðildarviðræðum að Evrópusambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×