Innlent

Fjölskylduvæn verslun Eymundsson í Holtagörðum

Sérstakt tillit er tekið til barna-og fjölskyldufólks í versluninni.
Sérstakt tillit er tekið til barna-og fjölskyldufólks í versluninni.

Bókaverslunin Eymundsson opnaði í gær nýja verslun í Holtagörðum þar sem sérstakt mið er tekið af fjölskyldufólki. Þar er að finna eina stærstu barnabókadeild landsins þar sem ævintýrabók býður börnum að hlusta á ævintýri og börn sem fullorðnir geta litað í sérstöku litahorni.

Í versluninni eru einnig sófar og þægileg húsgögn og kaffihúsið Te og Kaffi er staðsett við barnadeildina. Þar er boðið upp á veitingar fyrir börn frá sex mánaða aldri. Um er að ræða stærstu verslun Eymundsson til þessa.

Verslunin Stubbasmiðjan opnaði einnig nýja verslun við hlið Eymundsson í vikunni. Báðar verslanir bjóða upp á fjölda opnunartilboða af þessu tilefni fram til 20. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×