Íslenski boltinn

Sigmundur missir af fyrstu leikjum Þróttar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sigmundur Kristjánsson.
Sigmundur Kristjánsson.

Sigmundur Kristjánsson mun missa af byrjun Íslandsmótsins vegna meiðsla á hné. Fótbolti.net greinir frá þessu. Sigmundur gekk til liðs við Þrótt, uppeldisfélag sitt, frá KR í vetur.

Sigmundur verður frá í einn til tvo mánuði. Þá er ljóst að sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason mun ekki geta leikið með Þrótti í sumar vegna bakmeiðsla.

Þróttur tekur á móti Fjölnir í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×