Lífið

Forstjóri kaupir sófasett Begga og Pacasar

Ari var ánægður með kaupin.
Ari var ánægður með kaupin.
„Eitthvað af því sem var keypt inn var því marki brennt að ekki var hægt að skila þeim aftur svo þeir fóru þessa leið," segir Ari Edwald, forstjóri 365. Auglýsingasvið fyrirtækisins stóð á föstudaginn fyrir heljarinnar uppboði á húsgögnum úr sjónvarpsþáttunum Hæðinni, sem Stöð 2 sýndi í vetur.

Ari sjálfur datt í lukkupottinn á uppboðinu. Hann hafði verið í húsgagnaleit, og datt einmitt niður á hið fullkomna sófasett. „Ég tók fljótlega svo miklu ástfóstri við sófasettið frá þeim Begga og Pacasi að ég ætlaði ekki að láta það ganga mér úr greipum," segir Ari, sem náði þar að auki að fjárfesta í diskamottum, borðskreytiefnum og glasabakka.

Settið var í stofunni hjá þeim Begga og Pacasi og samanstóð af mjallhvítum legubekk, tveimur hvítum stólum og einum svörtum ásamt svörtu sófaborði. Ari segist alveg treysta dómgreind og smekkvísi parsins, enda hafi þjóðin kosið íbúð þeirra fegursta í þáttunum.

„Nú er ég bara að leita að svartri nautshúð undir sófasettið svo ég geti stælt þetta alveg hjá þeim," segir Ari kíminn. „Ég þykist mjög góður að geta notið leiðsagnar þeirra og smekkvísi," segir Ari





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.