Lífið

Búist við Brangelinu-tvíburum á næstu dögum

Þrátt fyrir að yfirlýsingar um að Angelina Jolie muni ekki fæða tvíbura sína og Brad Pitt fyrr en í ágúst segir sagan að allt sé tilbúið fyrir komu þeirra, sem verði á næstu dögum.

Vinur parsins sagði við vefmiðilinn msnbc að herbergi barnanna hefði verið innréttað fyrir mörgun vikum síðan, og á miðvikudaginn hefði svo þremur hjúkrunarfræðingum verið flogið frá Los Angeles til Frakklands til að aðstoða við fæðinguna. Þetta munu vera þær sömu og aðstoðuðu við fæðingu eldri dóttur parsins, Shiloh, sem fæddist í Namibíu fyrir tveimur árum.

Parið á fyrir fjögur börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Jolie sagði nýlega í viðtali að þrátt fyrir þetta hefðu hún og Pitt hefðu aldrei haft barnfóstrur sem byggju hjá þeim og aðstoðuðu með börnin á nóttunni. Það mun þó líklega breytast þegar börnin verða sex. Heimildamaðurinn segir að ætlast sé til að hjúkrunarfræðingarnir séu á vakt allan sólarhringinn - og mun það kosta sem samsvarar tæpum 200 þúsund krónum á dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.