Lífið

Balthazar Getty: Ég er fráskilinn

Getty og Miller á Ítalíu fyrir stuttu.
Getty og Miller á Ítalíu fyrir stuttu.

Leikari þáttanna Brothers & Sisters, Balthazar Getty, sem hefur undanfarið verið ljósmyndaður í bak og fyrir í fanginu á berbrjósta leikkonunni Siennu Miller sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann segir að eiginkona hans til fjölda ára, Rosetta Getty, sem hann á fjögur börn með, og hann eru skilin að skiptum.

„Skilnaður er mjög erfiður og þá sér í lagi þegar börn eru í spilinu," segir í tilkynningu leikarans.

„Í ljósi þess að fjöldi ljósmynda af mér hafa birst á prenti og internetinu hefur fjölskylda mín þurft að þola mikla niðurlægingu og ég sé mig því knúinn til að útskýra að ég og konan mín erum skilin."

Rosetta Getty með fyrrverandi eiginmanni, Balthazar Getty.

Vinur fyrrverandi konu leikarans segir hana hafa flúið með börnin þeirra úr landi til að komast hjá frekari niðurlægingu.

Fjöldi ljósmynda hafa birst í fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafsins sem sýna giftan Getty og Miller léttklædd í innilegum stellingum á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.