Lífið

Missa vinnu vegna Britney Spears

Britney var flutt í sjúkrabíl á UCLA-sjúkrahúsið 31. janúar síðastliðinn.
Britney var flutt í sjúkrabíl á UCLA-sjúkrahúsið 31. janúar síðastliðinn. MYND/AFP

Að minnsta kosti 13 starfsmenn UCLA-sjúkrahússins í Los Angeles verða reknir og sex til viðbótar hafa verið leystir tímabundið frá störfum fyrir að hnýsast í sjúkraskýrslur Britney Spears. Samkvæmt heimildum Los Angeles Times eiga sex læknar auk þess von á afleiðingum vegna málsins.

Jeri Simpson, starfsmannastjóri sjúkrahússins, sagði blaðinu að málið kæmi ekki einungis á óvart „Það er afar svekkjandi og veldur miklum vonbrigðum." Hún sagði að spítalinn héldi að hann gerði allt sem mögulegt væri til að tryggja friðhelgi sjúklinga sinna.

„Ég veit ekki hvað það er með þessa ákveðnu manneskju. Ég veit ekki hvað það er við hana," bætti hún við.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem starfsfólk vill vita meira um söngkonuna. Nokkrum starfsmönnum var sagt upp í kjölfar fæðingar Seans Preston, sonar Spears í september árið 2005.

Mikil öryggisgæsla var á sjúkrahúsinu vegna ágangs ljósmyndara aðfararnótt 31. janúar, þegar Britney var lögð inn á geðdeild spítalans, en í raun var það starfsfólkið sem hefði þurft að halda frá söngkonunni.

Heimildarmenn segja að það hafi ekki verið sú heimsókn sem varð kveikja að uppsögnunum á sjúkrahúsinu heldur röð brota í tengslum við fyrri heimsóknir Hollywood-stjörnunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.