Ronaldo tryggði United öll stigin 15. mars 2008 16:56 Ronaldo var enn og aftur hetja United NordcPhotos/GettyImages Cristiano Ronaldo var enn og aftur hetja Manchester United í dag þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á botnliði Derby á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Fernando Torres hélt uppteknum hætti og skoraði sitt 20. mark í deildinni þegar hann tryggði Liverpool sigur á Reading. Manchester United þurfti að hafa fyrir öllu sínu gegn baráttuglöðum Derby mönnum sem fengu síðast stóran skell gegn Chelsea. Ronaldo átti skot í stöngina í fyrri hálfleik en fyrrum United maðurinn Roy Carroll sá oftar en ekki við gömlu félögunum. Sigurmark Ronaldo kom á 75. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Wayne Rooney. Liverpool lenti undir 1-0 á Anfield gegn Reading eftir þrumufleyg Marek Matejovski eftir aðeins fimm mínútna leik. Javier Masherano jafnaði fyrir Liverpool fyrir hlé og það var svo hinn magnaði Torres sem skoraði sigurmarkið og tryggði þeim rauðu mikilvæg stig. Ívar Ingimarsson var að venju í byrjunarliði Reading. Portsmouth lagði Aston Villa 2-0 þar sem Jermain Defoe kom Portsmouth yfir og Nigel Reo-Coker skoraði sjálfsmark. Sulley Muntari og Olof Mellberg fengu að líta rauða spjaldið undir lokin. Hermann Hreiðarsson var í liði Portsmouth í dag og lék stöðu miðvarðar. Chelsea vann nauman 1-0 sigur á Sunderland á útivelli þar sem fyrirliðinn John Terry skoraði sigurmarkið með laglegum skalla og var það fyrsta mark hans fyrir liðið síðan í ágúst 2006. Þetta var níundi sigur Chelsea í síðustu tólf leikjum í deildinni og greinilegt að lærisveinar Avram Grant hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um titilinn. Leikmenn West Ham fagna marki hins unga SearsNordicPhotos/GettyImages Draumabyrjun Sears Varamaðurinn Freddie Sears var hetja West Ham í dag þegar liðið komst á sigurbraut á ný með 2-1 sigri á Blackburn. Sears skoraði sigurmark Hamranna undir lokin í sínum fyrsta leik fyrir félagið, en hann er aðeins 18 ára gamall. Roque Santa Cruz kom gestunum í Blackburn yfir en Dean Ashton jafnaði fyrir West Ham, sem hafði tapað þremur leikjum í röð með markatölunni 4-0. Úrslitin í dag: Derby 0-1 Man Utd Liverpool 2-1 Reading Portsmouth 2-0 Aston Villa Sunderland 0-1 Chelsea West Ham 2-1 Blackburn Einn leikur er eftir í dag þar sem Arsenal tekur á móti Middlesbrough klukkan 17. Staða efstu liða í úrvalsdeildinni: 1. Man Utd 67 2. Arsenal 66 3. Chelsea 64 4. Liverpool 59 5. Everton 56 6. Portsmouth 50 7. Aston Villa 49 8. Blackburn 45 9. Man City 45 10. West Ham 43 Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Sjá meira
Cristiano Ronaldo var enn og aftur hetja Manchester United í dag þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á botnliði Derby á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Fernando Torres hélt uppteknum hætti og skoraði sitt 20. mark í deildinni þegar hann tryggði Liverpool sigur á Reading. Manchester United þurfti að hafa fyrir öllu sínu gegn baráttuglöðum Derby mönnum sem fengu síðast stóran skell gegn Chelsea. Ronaldo átti skot í stöngina í fyrri hálfleik en fyrrum United maðurinn Roy Carroll sá oftar en ekki við gömlu félögunum. Sigurmark Ronaldo kom á 75. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Wayne Rooney. Liverpool lenti undir 1-0 á Anfield gegn Reading eftir þrumufleyg Marek Matejovski eftir aðeins fimm mínútna leik. Javier Masherano jafnaði fyrir Liverpool fyrir hlé og það var svo hinn magnaði Torres sem skoraði sigurmarkið og tryggði þeim rauðu mikilvæg stig. Ívar Ingimarsson var að venju í byrjunarliði Reading. Portsmouth lagði Aston Villa 2-0 þar sem Jermain Defoe kom Portsmouth yfir og Nigel Reo-Coker skoraði sjálfsmark. Sulley Muntari og Olof Mellberg fengu að líta rauða spjaldið undir lokin. Hermann Hreiðarsson var í liði Portsmouth í dag og lék stöðu miðvarðar. Chelsea vann nauman 1-0 sigur á Sunderland á útivelli þar sem fyrirliðinn John Terry skoraði sigurmarkið með laglegum skalla og var það fyrsta mark hans fyrir liðið síðan í ágúst 2006. Þetta var níundi sigur Chelsea í síðustu tólf leikjum í deildinni og greinilegt að lærisveinar Avram Grant hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um titilinn. Leikmenn West Ham fagna marki hins unga SearsNordicPhotos/GettyImages Draumabyrjun Sears Varamaðurinn Freddie Sears var hetja West Ham í dag þegar liðið komst á sigurbraut á ný með 2-1 sigri á Blackburn. Sears skoraði sigurmark Hamranna undir lokin í sínum fyrsta leik fyrir félagið, en hann er aðeins 18 ára gamall. Roque Santa Cruz kom gestunum í Blackburn yfir en Dean Ashton jafnaði fyrir West Ham, sem hafði tapað þremur leikjum í röð með markatölunni 4-0. Úrslitin í dag: Derby 0-1 Man Utd Liverpool 2-1 Reading Portsmouth 2-0 Aston Villa Sunderland 0-1 Chelsea West Ham 2-1 Blackburn Einn leikur er eftir í dag þar sem Arsenal tekur á móti Middlesbrough klukkan 17. Staða efstu liða í úrvalsdeildinni: 1. Man Utd 67 2. Arsenal 66 3. Chelsea 64 4. Liverpool 59 5. Everton 56 6. Portsmouth 50 7. Aston Villa 49 8. Blackburn 45 9. Man City 45 10. West Ham 43
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Sjá meira