Lífið

Jodie Foster skilin við konuna

Leikkonan Jodie Foster hefur sagt skilið við konu sína, kvikmyndaframleiðandann Cydney Bernard. Foster og Bernard hafa verið saman í fjórtán ár, og eiga tvo syni.

Einungis eru fjórir mánuðir síðan Foster viðurkenndi sambandið opinberlega við verðlaunaathöfn í Hollywood. Þar þakkaði hún „hinni yndislegu Cydney, fyrir að standa með mér gegnum þykkt og þunnt." National Enquirer hefur það eftir vini parsins að sambandsslitin komi verulega á óvart og séu áfall. Ekki síst vegna þess að þær eigi börn saman, sem geti verið flókið lagalegt atriði í skilnaðinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.