Erlent

Fyrsta aftaka á vegum Bandaríkjahers í hálfa öld

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fyrsta aftakan á vegum Bandaríkjahers síðan 1961 er á dagskrá 10. desember næstkomandi. Þá verður hermaður líflátinn sem sakfelldur var fyrir nauðgun og tvö morð sem áttu sér stað árið 1986.

Herdómstóll fann manninn sekan árið 1988 og síðan hefur hann setið á dauðadeild herfangelsisins í Fort Leavenworth í Kansas. George Bush Bandaríkjaforseti gaf leyfi sitt fyrir aftökunni í júlí og Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur tvívegis hafnað beiðni hans um endurupptöku máls hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×