Fótbolti

Yaya Toure vill ekki fara frá Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yaya Toure í leik með Barcelona.
Yaya Toure í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP

Yaya Toure segist engan áhuga á að yfirgefa Barcelona en hann hefur sterklega verið orðaður við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Bróðir hans, Kolo Toure, er á mála hjá Arsenal og hefur hann lengi verið orðaður við félagið.

Sjálfur sagðist Toure vita af áhuga Arsenal en að hann ætlaði að vera áfram í herbúðum Barcelona.

„Þessar sögur hafa engin áhrif á minn leik," sagði Toure í samtali við spænska fjölmiðla. „Ég er 100 prósent einbeittur að Barcelona."

Txiki Begiristain, yfirmaður tæknimála hjá Barcelona, á ekki von á að leikmannahópur Barcelona muni breytast þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

„Við eigum ekki von á því að hvorki kaupa né selja leikmenn," sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×