Innlent

Aðalmeðferð í dag í máli á hendur séra Gunnari

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur séra Gunnari Björnssyni, fyrrverandi sóknarpresti á Selfossi, vegna meintra kynferðisbrota hans verður í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Eins og fram hefur komið í fréttum er honum gefið að sök að hafa brotið gegn tveimur unglingstúlkum í embætti en um er að ræða kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot. Alls kærðu fimm stúlkur Gunnar en mál þriggja þeirra voru látin niður falla þar sem ekki var talið líklegt að þau myndu leiða til sakfellingar.

Ákæra á hendur Gunnari var þingfest þann 19. september og þá lýsti Gunnar yfir sakleysi sínu. Gunnar var sendur í leyfi vegna málsins en hann hefur þrátt fyrir það framkvæmt kirkjulegar athafnir eins og fram hefur komið á Vísi í haust. Reikna má með því að dómur falli í máli prestsins á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×