Erlent

Dæmdir í Danmörku fyrir að leggja ráðin um hryðjuverk

Dómstóll í Kaupmannahöfn sakfelldi í dag tvo múslíma í Danmörku fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk og búa til sprengiefni fyrir slíkan verknað.

Mennirnir voru teknir ásamt átta öðrum í fyrrahaust en þá taldi danska leyniþjónustan ljóst að þeir ætluðu að láta til skarar skríða. Ekki liggur fyrir hvar þeir ætluðu að láta til sín taka en í fórum þeirra fundust skissur af einhverju sem líktist almenningsfarartæki.

Annar mannanna mun hafa sótt þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Pakistan en það var með falinni myndavél í íbúð hans sem leyniþjónustan komst á snoðir um sprengiefnaframleiðsluna.

Dómari úrskurðar síðar í dag hversu þungan dóm tvímenningarnir hljóta en farið er fram á 12 ára fangelsi yfir báðum. Búist er við að öðrum mannanna verði vísað úr landi eftir afplánun, en hann er af afgönskum uppruna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×