Erlent

Vilja sérstaka rannsókn á Fannie Mae og Freddie Mac

Háttsettir menn úr röðum þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni vilja að dómsmálaráðuneytið skipi sérstaka nefnd til að rannsaka ákvarðanir stjórnenda fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac.

Bandaríkjastjórn ákvað í síðasta mánuði að taka yfir rekstur þeirra þar sem þeir römbuðu á barmi gjaldþrots og var stjórnendum þessara hálfopinberu sjóða vikið frá störfum í kjölfarið.

Þingmenn úr röðum Repúblikana grunar að ekki hafi allt verið með felldu í rekstri sjóðanna og hafa því ritað Michael Mukasey dómsmálaráðherra bréf þar sem farið er fram á rannsókn á starfsemi sjóðanna.

Dómsmálaráðuneytið hefur þegar hafið rannsókn á orsökum og afleðingum undirmálslánakreppunnar í Bandaríkjunum sem hefur orðið fjölmörgum fjármálastofnunum að falli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×