Enski boltinn

Ramos fær meiri tíma en ekki Comolli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Daniel Levy og Damien Comolli þungir á brún á leik Tottenham og Stoke um helgina.
Daniel Levy og Damien Comolli þungir á brún á leik Tottenham og Stoke um helgina.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, fundaði með knattspyrnustjóranum Juande Ramos í gær. Hann fullvissaði Ramos um að ekki stæði til að láta hann fara þrátt fyrir afleitt gengi í upphafi tímabils.

Það verða þó breytingar hjá Tottenham sem ætlar að láta Damien Comolli, yfirmann íþróttamála hjá félaginu, taka pokann sinn. Comolli hefur séð um leikmannakaup Tottenham.

Comolli var á sínum tíma njósnari hjá Arsenal og hefur Arsene Wenger, stjóri Arsenal, varað Tottenham við því að gera hann að sökudólgi vegna gengi liðsins. Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Levy tilbúinn að sýna Ramos þolinmæði til áramóta svo sá spænski geti snúið gengi liðsins við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×