Enski boltinn

Sol fær sérmeðferð hjá Redknapp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sol Campbell, leikmaður Portsmouth.
Sol Campbell, leikmaður Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images
Sol Campbell, leikmaður Portsmouth, fær að hvíla sig á mánudögum eftir leiki ef honum finnst hann þurfa á því að halda.

Þetta sagði Harry Redknapp eftir leik helgarinnar er Campbell þótti standa sig vel er Portsmouth gerði markalaust jafntefli við Aston Villa um helgina. Campbell hafði áður verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í haust.

„Ég ræði alltaf við Sol fyrir mánudagsæfinguna og ef hann segir að hann þurfi á hvíld að halda eftir erfiðan leik er það í góðu lagi mín vegna," sagði Redknapp.

„Hann er stór strákur sem þekkir sinn eigin líkama vel. Ef hann stendur sig áfram eins vel og hann gerði um helgina er það bara hið besta mál."

„Ég er ekki fylgismaður þess að láta reyndari leikmennina hlaupa sig dauðþreytta á æfingum. Sérstaklega ef þeim finnst henta sér betur að fá nudd - sem Sol elskar."

„Sol sýndi um helgina að hann er í sínu besta formi og nú er fram undan annar mikilvægur leikur í UEFA-bikarkeppninni á fimmtudaginn gegn Sporting Braga. Ef okkar aðferðir skila árangri er það það eina sem skiptir máli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×