Erlent

Obama heimsækir veika ömmu sína

Barack Obama forseta frambjóðandi demókrata ætlar að gera tveggja daga hlé á kosningabaráttu sinni til að heimsækja veika ömmu sína á Havaí.

Obama kom fram á kosningafundi í Orlando gær ásamt Hillary Clinton. Það er í fyrsta sinn sem þau þessir fyrrverandi keppinautar koma opinberlega fram saman frá því í júlí. Yfir fimmtíu þúsund manns fyldust með þegar Hillery bað stuðningsmenn sína að gera hvað sem þeir gætu til að tryggja Obama forsetaembættið í nóvember.

Þegar aðeins tvær vikur eru til kosninga hefur Obama ákveðið að gera tveggja daga hlé á kosningabaráttu sinni til að heimsækja veika ömmu sína á Havaí. Obama flýgur þangað á fimmtudaginn og verður fram á föstudag. Amma hans er 85 ára og hefur átt við veikindi að stríða um hríð en heilsu hennar hefur hrakað mjög undanfarið.

Obama mælist nú með um sjö prósentum meira fylgi en McCain í nýjustu skoðanakönnunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×