Erlent

Shinawatra dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir spillingu

Hæstiréttur Taílands hefur dæmt Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í tveggja ára fangelsi fyrir spillingu í embætti.

Málið tengist kaupum konu Shinawatra á landi af seðlabanka landsins en forsætisráðherrann fyrrverandi eru sagður beitt sér í málinu og þannig brotið lög um hagsmunaárekstra.

Herinn steypti Shinawatra af stóli árið 2006 vegna spillingar og flýði Shinawatra þá land. Flokkur hans náði hins vegar meirihluta á taílenska þinginu í kosningum í fyrra og því sneri hann aftur. Hann flýði hins vegar aftur til Bretlands vegna dómsmála á hendur honum í ágúst. Hafa taílensk stjórnvöld þegar lýst því yfir að þau muni fara fram á framsal hans.

Fyrr á þessu ári hafði eiginkona Shinawatra verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×