Enski boltinn

Simon Davey: Ævintýrið endurtók sig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á heimavelli Chelsea í gær og æstur mannfjöldinn streymdi inn á völlinn til að fagna hetjunum sínum.
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á heimavelli Chelsea í gær og æstur mannfjöldinn streymdi inn á völlinn til að fagna hetjunum sínum.

Simon Davey, stjóri Barnsley, átti erfitt með að hemja sig eftir að Barnsley komst í undanúrslit FA bikarsins í gær. Liðið vann sögulegan sigur á Chelsea 1-0.

„Ég á erfitt með að trúa þessu. Við unnum Liverpool og það var mikið ævintýri, við bjuggumst ekki við að ævintýrið myndi endurtaka sig! Ég er svo stoltur af mínum mönnum," sagði Davey í sigurvímu.

„Við erum komnir í undanúrslitin á Wembley. Á þann leikvang hef ég aldrei komið. Leikmenn munu núna biðja stjórnarformanninn um nýja búninga og bónus-greiðslur. En án alls grín voru þeir frábærir."

Síðast þegar Barnsley komst í undanúrslit bikarkeppninnar var árið 1912 en það ár vann liðið keppnina. Kayode Odejayi skoraði sigurmark Barnsley í gær.

„Þetta er töfrandi keppni. Þetta gæti verið okkar ár," sagði Odejayi. Stjóri Chelsea, Avram Grant, segir að Barnsley hafi fyllilega átt sigurinn skilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×