Enski boltinn

Rio Ferdinand ætlar að ljúka ferlinum á Old Trafford

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.

Rio Ferdinand er í viðræðum um nýjan samning hjá Manchester United. Hann vonast til að binda sig hjá félaginu út feril sinn.

Ferdinand var keyptur frá Leeds 2002 og er sannkallaður lykilmaður hjá United. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning fyrir þremur árum en þær viðræður gengu brösuglega og var jafnvel búist við því að leikmaðurinn væri á förum.

„Ég vill ljúka ferlinum hér og vona að nýr samningur tryggi það. Ég vil ekki tala um það sem gerðist fyrir þremur árum. Ég held að það sé augljóst að mér líður virkilega vel hjá United," sagði Ferdinand.

„Þetta er magnaður staður til að spila á og stuðningsmennirnir eru æðislegir. Vonandi munu viðræðurnar ganga hratt og örugglega fyrir sig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×