Enski boltinn

Cardiff fer á Wembley

Elvar Geir Magnússon skrifar
Peter Wittingham kom Cardiff yfir og lagði upp annað mark liðsins.
Peter Wittingham kom Cardiff yfir og lagði upp annað mark liðsins.

Bikarhelgin á Englandi er uppfull af óvæntum úrslitum en 1. deildarliðið Cardiff City er komið í undanúrslitin. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2-0 útisigur á úrvalsdeildarliði Middlesbrough.

Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Peter Wittingham skoraði fyrra markið á níundu mínútu leiksins en það var virkilega fallegt. Hann lagði síðan upp síðara markið fyrir Roger Johnson.

Það er því ljóst að þrjú 1. deildarlið verða í undanúrslitum FA-bikarsins. Í gær komust Portsmouth og Barnsley óvænt áfram. Klukkan 18:00 eigast við 1. deildarliðin Bristol Rovers og West Bromwich Albion.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×