Lífið

Franska forsetafrúin á topp vinsældalista

Carla Bruni forsetafrú Frakklands hefur velt Coldplay úr sessi í efsta sæti franska vinsældalistans. Plata hennar, Comme si de rien n'etait, hefur hlotið mikla athygli og gagnrýni frá því hún kom út þann 11. júlí. Þar syngur hún meðal annars um ástríðufullt samband sitt við Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, sem hún giftist snemma á árinu eftir örstutt tilhugalíf.

SNEP, samtökin sem halda utan um plötusölu í Frakklandi, gefa ekki upp hve mörg eintök hafa selst af plötunni, en staðfestu að plata forsetafrúnnar hefði fyrstu heilu vikuna eftir að hún kom út selst í fleiri eintökum en plata Coldplay, Viva la Vida.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.