Lífið

Tom sendir Katie í þjálfunarbúðir hjá Vísindakirkjunni

Eftir tvö misheppnuð hjónabönd virðist Tom Cruise ætla að tryggja það að Katie Holmes haldi áfram að vera hin fullkomna eiginkona.

Í nýjasta tölublaði Star tímaritsins er greint frá því að Tom hafi sent eiginkonuna í þriggja daga stíft prógramm í æfingabúðum Vísindakirkjunnar í Kaliforníu.

Hreinsunarathafnir, próf og lestur kirkjubókmennta voru meðal þess sem Katie dundaði sér við í búðunum.

Eftir að Katie hótaði að hlaupast á brott til New York hefur Tom aukið við Vísindaheilaþvottinn og að sögn blaðsins fer Katie nú reglulega í sálfræðipróf hjá kirkjunni. Sum hver standa yfir lengur en í 36 tíma, fær Katie hvorki vott né þurrt á meðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.