Innlent

Fundu tvo hnúfubaka á Faxaflóa

MYND/Edda Elísabet

Það var tilkomumikil sjón sem blasti við erlendum ferðamönnum sem fóru í hvalaskoðunarferð frá Reykjavíkurhöfn á föstudag, en tveir hnúfubakar urðu á vegi þeirra.

Í tilkynningu frá Hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu segir að fregnir hafi borist af hnúfubak á Faxaflóa en um var að ræða dýr sem merkt var í Eyjafirði fyrr í mánuðinum. Farið var með hóp ferðamanna að finna hvalinn á föstudag og fannst hnúfubakur eftir nokkra leit. Annar reyndist vera í fylgd með honum og segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, leiðsögumaður í ferðinni, að upplifunin hafi verið frábær.

Elding heldur áfram að bjóða upp í á hvalaskoðunarferðir um helgar í nóvember vegna mikillar eftirspurnar svo lengi sem veður leyfir og líf er í flóanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×